Þá hefur þetta breyst frá því að ég kynnti mér þetta síðast.
Aftur á móti ef maður sýnir þeim vöruna sem maður keypti þá er ég nokkuð viss um að hún verði ekki tekin af manni heldur eins og ég sagði, maður borgar milligjaldið.
Margir hafa flutt inn tölvur að verðmæti 200.000 króna og borgað skatt af þeim, en fengið að draga þennan 43.000 kr. burt.
Maclantic.com
Ef einstaklingur kemur með vöruna sjálfur til landsins má hann skv. tollareglum flytja inn vörur að andvirði 48.000 ÍSK tollfrjálst, en hver hlutur fyrir sig má þó ekki kosta meira en 24.000 ÍSK.
Gefum dæmi:
iBook að andvirði 64.000 ÍSK er keypt í USA og flutt inn til landsins. Einstaklingur sem flytur vöruna sjálfur með flugi hefur rétt á að koma með vöru að hámarki 24.000 ÍSK skattfrjálst. Við komu þarf sá að fara í gegnum s.k. rauða hliðið og sýna vöruna ásamt kvittun.
Sú upphæð sem einstaklingurinn þarf að borga vsk. af eru:
64.000 kr. - 24.000 kr. = 40.000 kr
Semsagt 24,5% vsk. af 40.000 kr eru = 9.800 kr.