Tölvuandskotinn minn vildi endilega fá að synca/uppfæra æpodinn minn (vídjó, 30gb) og eyddi fullt ad dóti út af honum í leiðinni (ég er ekki makkaaðdáandi þessa stundina) og núna, þegar ég tengi æpidinn við tölvuna þá get ég ekki hlustað á nein lög sem eru inni á honum né bætt við neinu inn á hann, hvort sem það eru lög eða playlistar. Allir titlarnir eru svona gráir á litinn.

Hefur einhver lent í þessu, eða hefur einhver hugmynd um hvernig ég get lagað þetta?