Ef þú kaupir þér apple tölvu, geturu keyrt á henni Mac OS X, Windows og Linux (MacBook Pro vélin frá apple, var mas. valin besta fartölvan til að keyra windows vista)
ef að þú kaupir þér “windows” tölvu geturu keyrt á henni windows og linux.
Að mínu mati er Mac OS X besta stýrikerfi sem að þú færð (þó svo að ég hafi reyndar ekki prufað linux, en skilst að maður þurfi að setja inn skipanir fyrir flest sem að maður geri)
með apple tölvum fylgir iLife pakkinn, sem að inniheldur iMovie (kvikmyndargerðarforrit, nokkuð fínt bara) Garage Band (einfalt og þægilegt tónlistarforrit), iWeb (vefsíðugerð), iPhoto (forrit sem að heldur utanum myndaalbúmið, getur sett ramma á myndir, og lagað liti og annað slíkt í myndum) og iDVD (sem að er DVD og slideshow forrit, hef reyndar aldrei notað það)
Einnig geturu fengið fyrir 7 þúsund kr iWork pakkann (en 30 daga prufuútgáfa fylgir vélunum) sem inniheldur Pages, Numbers og Keynote (sem að er svar apple við Word, Excel og Powerpoint) sem að mínu mati er mun þægilegri en office pakkinn (og iWork getur lesið skrár frá office). Held að Office pakkinn kosti 12-17 þúsund (ekki alveg með það á hreinu)
Auk þess færðu möguleika á að keyra það frábæra forrit, Logic, sem að er upptöku- og hljóðvinnsluforrit frá apple.
Með Mac OS X þarftu ekki að hafa áhyggjur af vírusum og öðru slíku.
Ef að þú kaupir þér windows tölvu, þá færðu sennilega eina af 5 útgáfum af Windows Vista.. ef að þú kaupir þér apple tölvu færðu Mac OS X Leopard. Það er reyndar nýútkomið og inniheldur, eins og gefur að skilja smá minor bugs, en það stendur til bóta í uppfærslum.. Hef líka ekki heyrt annað en að windows vista sé ekkert voðalega stabílt.
Mörg “pro” forrit eru hönnuð á mac og færð svo yfir á windows. T.d. Adobe Photoshop (og án efa fleiri forrit frá Adobe), Pro Tools o.fl. Bill Gates hefur mas. viðurkennt að einhver útgáfan af Microsoft Office var hönnuð á mac, og færð svo yfir á windows.
Einu rökin sem að þú munt sennilega fá frá windows notendum eru “það eru miklu færri leikir á mac” og “þú færð windows tölvu með eins hardware á helmingi minna verði”
Vissulega eru til fleiri leikir á windows.. en það ætti ekki að stöðva þig.. þar sem að þú getur keyrt upp windows á makkann (þó að það sé reyndar eitthvað sem ég ætla aldrei að gera)
Hardwarelega séð er þetta etv. rétt, allavega með ódýrari týpurnar. En á móti kemur þá að Mac os X stýrikerfið er hannað fyrir aðeins ákveðið hardware (þarf ekki að styðja hvað sem er eins og windows) og getur þar af leiðandi kreist meira afl útúr hardwarinu.
Ég myndi mæla með MacBook fyrir þig, annaðhvort ódýrustu eða miðtýpunni. Það munar einhverju örlitlu á örgjörfanum í þeim, en megin munurinn liggur í því að í ódýrustu týpunni er DVD lesari/cd brennari, en í dýrari týpunni er bæði DVD lesari og brennari.
Ef að þér liggur ekkert á, þá er árleg ráðstefna Apple, Macworld haldin 15. janúar, og eru orðrómar um að tilkynntar verði nýjar tölvur eða uppfærslur á þeim sem fyrir er. Fram hefur t.d. komið að apple hafi verið að panta um hundraðþúsund 13.3“ skjái með LED baklýsingu (sem að er ný tækni í LCD skjáum, sem á að nota minna batterý, og þarf ekki að ”hita sig upp“ til að sýna rétt birtustig) en þeir gætu annaðhvort verið notaði í næstu uppfærslu á macbook vélunum, eða í orðrómaða ”ultra portable" fartölvu sem að lengi hefur verið pískrað um að apple sé að fara að gefa út.
Svo getur þú skoðað
www.maclantic.com , sem að er íslenk makkafréttasíða og spjallborð
www.macrumors.com sem er er, eins og nafnið gefur til kynna. orðrómasíða
Svo ég segi, fáðu þér mac.
Sjálfur á ég MacBook Pro 2.4GHz, og mamma og kærastan eiga sitthvora MacBook (ódýrustu týpuna)
vonandi gat ég hjálpað
Bætt við 6. desember 2007 - 17:39 já og ef þú ýtir á “watch guided tour” á þessari síðu
http://www.apple.com/macosx/ þá geturu séð suma af þeim eiginleikum sem að Leopard, nýja stýrikerfið frá Apple hefur upp á að bjóða.
Endinlega spurðu ef það er eitthvað og ég svara eftir bestu getu