Halló, ég er í smá vandræðum hérna.
Málið er að ég var að fá nýja tölvu fyrir nokkrum vikum, og varð Mac fyrir valinu. Það eru 2 á heimilinu nú þegar plús mín og hafði ég verið að fikta eitthvað í þeim og leika mér í til dæmis GarageBand.
Svo núna þegar ég fæ mína tölvu þá sé ég að það vantar svona 50% af hljóðfærunum, það eru engir loops og það er eins og þetta sé eitthvað gallað version.
Búinn að prufa alla möguleika sem tengjast ‘update’ og ég skil ekki hvað er að.
Ég fann alla Loops inná tölvunni í /library/audio/loops en þeir virðast ekki vilja fara inn í garageband svo ég þarf alltaf að færa þá á milli finder og Garageband vilji ég fá þá í lögin mín.
Einhver sem gæti útskýrt fyrir mér hvernig ég fæ hljóðfærin til þess að koma inní forritið mitt eins og það er í hinum tveimur tölvunum á heimilinu.
P.S. Versionið sem ég er með er 4,1 og er það versionið sem fylgir með iLife'08. Versionin sem eru í hinum tölvunum er 3 komma eitthvað.