þannig er mál með vexti að ég var að gera svona system update á iPodinum mínum í gær(iTunes spyr eitthvað svona would you like to update your iPod blablabla) já og alltígóðu með það. Síðan þegar ég vakna í morgun og fer með iPodinn í skólann og ætla að fara að hlusta á tónlist er ekkert inná honum, engin lög, engin myndbönd eða neitt. mér finnst þetta nú heldur skrýtið og tékka í “About” í settings. Þar stendur eftirfarandi: Capacity: 74,3 GB, Free: 18,5 GB. Semsagt, öll tónlistin og allt er þarna ennþá og hún kemur alveg upp þegar ég sting honum í samband við tölvuna en einhverra hluta vegna get ég ekki séð, né spilað neitt í sjálfum iPodinum þegar ég er búinn að disconnecta hann frá tölvunni.
Einhver góðhjörtuð manneskja þarna úti sem getur hjálpað mér?
“I'll be happy to stop contradicting you, just as soon as you start being right.”