Ég ætlaði að fá lög hjá vinkonu minni sem er með Mac. Ég gat sett nokkur lög inn í mína tölvu (færð úr iTunes í Mac, á usb-lykil og svo opnuð í iTunes í Windows). Svo ætlaði ég að taka annan skammt (semsagt sem komst á usb-lykilinn) en þá virkar ekkert af þeim lögum hjá mér. Ég prófaði önnur lög og það virkaði ekki heldur. Ég prófaði samt ekki að opna í öðru forriti en iTunes.
Hvað er vandamálið? Er það bara tilviljun að öll lögin í fyrstu flutningunum virkuðu en ekkert meira?
Svo er annað vandamál. Ég er með lag sem var tekið upp á síma og fært inn í Mac og er á formattinu “.amr”. Ég veit ekki hvort það tengist því að þetta er líka tilfærsla úr Mac í Windows en ég get allavega ekki opnað fileinn í minni tölvu. Ég prófaði í öllum forritum sem spila tónlist og ekkert virkaði.