Ég var núna fyrir nokkrum dögum að fara frá PC yfir í Mac.
Þau forrit sem ég nota:
Msn: Adium
Torrent: Transmission
Video: VLC
Vafri: Firefox
Póstforrit: Thunderbird
CD brennsla: Disco
muCommander: ftp (og margt margt fleira)
QuickSilver: þetta forrit á víst að vera málið, á eftir að kíkja á það
iAlertU: þjófavörn fyrir lappa (nokkurnvegin eins og á bílum)
Síðan eru tvö stórsniðugt forrit þarna úti sem leyfa þér að keyra windows samhliða OS X en þau heita
Parallels og
VMWare Fusion. Ég valdi Fusion því það kemur betur út hvað varðar afkastagetu. Parallels skilst mér er samt betur í stakk búið hvað varðar fítusa. Ég er samt þess trúar að það sé auðveldara að bæta við fítusum en að bæta performance, þ.e. Fusion er nýtt og í raun í blússandi vinnslu. Bootcamp sem Apple býr til er boot apparat, sem þýðir að þú getur bara verið með annað stýrikerfið í gangi í einu.
Ég nota síðan Office 2007 pakkan í gegnum Fusion. Ef microsoft eiga skilið klapp á bakið þá er það fyrir að búa til word og excel, ósigrandi andskoti.
Skjáskot af Paint í OS X:
http://jonsi.net/paint.pnghttp://en.wikipedia.org/wiki/Comparison_of_VMware_Fusion_and_Parallels_DesktopParallels og VMWare eru einu forritin sem kosta, sirka 50-80$.