jæja nú var ég rétt í þessu að svissa úr PC yfir í MAC.
Ég hef alldrei átt mac áður né unnið neitt í OS X umhverfinu. Semsagt ég er að læra á tölvur upp á nýtt:)
Það sem mig langar að spyrja ykkur, kæru hugarar, er það hvort þið vitið um einhver kennslu video á netinu þar sem farið er yfir helstu aðgerðir og trix í OS X ?
Ég er búinn að finna á einhverjum apple síðum svona mac101 kennslu efni þar sem farið er yfir helstu hlutina, en það er alltaf skemmtilegra að sjá þetta “live” , þið skiljið hvað ég á við:)
Endlega ausið úr skálum visku ykkar, því ekki veitir af;)
kveðja Gunni
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~