Halló allir,
Alveg síðan ég heyrði um iPhone í fyrra langaði mig sjúkt í hann en núna hefur myndast staða hjá mér þar sem ég þarf að velja á milli iPhone og iPod Touch.

Ok.
iPod Touch
*Til bæði 8GB(299$) og 16GB(399$).
*Þynnri in iPhone
*Stílhreinari og nettari(meira svartur, mér finnst það kúl)
*Meiri upplausn í skjá

iPhone
*8GB á 399$ eins og er en hef heyrt að 16GB módel muni koma bráðum.
*Sími
*Hátalarar undir tækinu er sniðugur fítus sem hægt er að nota til að spila tónlist.



Þótt iPhone sé auðvitað sími er líka alveg hægt að nota gamla símann. Svo er líka pæling að ég þyrfti alltaf að hafa iPhone á mér… hugsanlega yrði hann lélegur á því að vera allann daginn í vasanum mínum.

Svo, var það þannig að þegar síminn kemur hingað er hann þá bæði 8 og 16GB og með 3G kerfinu?

Er það þannig að þegar iPhone fór í 1.1.1. voru öll 3rd party forrit brotinn þannig að þau virkuðu ekki á iPhone-inum, þetta verður örugglega líka á . Ég hélt að það hefði verið í lagi að hafa forrit. Eins og það heillar mig mjög mikið að það sé hægt að spila NES(Nintendo Entertainmnt System) emulator(sjá hér) í tækinu. Það er aðvitað mikill mínus ef forrit eins og þessi væru ekki á tækjunum!


Bara svona pælingar hjá mér… endilega segið mér hvað ykkur finnst um þetta.