Sælir, er að pæla í þessu Pc -> Mac “conversion” :)
Ég er að leyta af algjörri draumavél, og hef dáltinn áhuga á makkanum. Macbook Pro 2.2 GHZ er það sem ég er að pæla í. En spurningin er hvort hún höndlar alla þessa leiki sem eru að fara koma út. Ég er með nokkrar spurningar fyrir ykkur snillingana:

1. Hvernig er reynslan ykkar af Macbook Pro 2.2/2.4GHZ og nýlegum leikjum. Hvernig miðið þið það við jafnsterkar/jafndýrar PC tölvur?

2. Hvernig er þetta með Directx 10 leiki. Er það eitthvað erfitt fyrir Maca, þeir eru ekkert að nota DirectX er það nokkuð?

3. Ef maður setur inn Windows bara til að spila leikina sem maður gat ekki, hvaða áhrif hefur það á tölvuna sjálfa eftir uppsetningu þ.e.a.s performance og HD space. Mun Windows stýrkerfið keyrast betur á MAC heldur en á PC? Mun Windows vera eitthvað slakara en Mac OS X í performance?

Síðan er líka pælingin hvorra tölvuna maður velur sér af þessum 3 gerðum:
http://www.apple.is/vorur/verdlisti.pdf

Ég fann þessar greinar varðandi Mackbook Pro, frekar “intresting”:
http://www.barefeats.com/santarosa.html
http://www.insidemacgames.com/news/story.php?ID=15243

Að það sé aðeins 9% munur á hraðanum er dáltið skrítið, en annars getur maður ekki alltaf tekið mark á því. Þeir segja annars að skjákortið hafði lítið að segja um þetta :o
Gear: ESP Eclipse I, Níðhöggur, Peavey Classic 50/212, Gretch Blackhawk EX, Roland HD-1. Logic Pro & Macbook Pro