Minn litli 2 gb iPod Nano er af einhverjum ástæðum corrupted og nú biður iTunes mig um að restora hann.
Ég er orðin ansi þreytt á að geta ekki sett inn neina nýja tónlist á iPodinn svo ég ákvað að spyrjast aðeins fyrir um þetta hér.

Ég vil helst ekki restora hann án þess að útbúa back-up file að tónlistinni þar sem ég á ekki alla tónlistina sem er inná honum og vil ekki þurfa að finna hvert lag fyrir sig og setja það aftur inná.
Hinsvegar þegar ég reyni að nota forrit á borð við iPod Access til þess að ná í tónlistina og setja hana inná tölvuna, þá detectar forritið ekki iPodinn. Ég held að það stafi af því að hann sé corrupted.

Er engin leið að fá iPodinn til fyrri virkni án þess að ég missi alla tónlistina inná honum?