Jæja, ég var að fá macbook og hefði helst viljað færa flest mín gögn (tónlist og ljósmyndir aðallega) yfir í hana frá ps heimilistölvunni.
Fékk þá snilldarhugmynd að setja eins mikið af ljósmyndunum og ég gat inn á i-podinn og ætlaði svo að taka þær þaðan yfir á maccann seinna.
Þá er mér sagt að ekki sé hægt að taka lög af i-podinum og setja þau yfir í tölvuna (ætlaði að gera það líka) og að líklegast sé ekki hægt að gera það með myndir heldur.
Þannig ég spyr, hvernig tek ég ljósmyndirnar af i-podinum og set í tölvuna?
Ef það er ekki hægt, hvernig get ég eytt þeim af i-podinum?
Með fyrirfram þökkum ;)
Miracle
=)