Sælinú.
Ég hef átt 40GB iPod í nokkur ár, og hef nánast frá því að ég fékk hann alltaf átt fjarstýringu við hann. Fyrir þá sem vita ekki hvað ég á við, þá er fjarstýringin lítill kubbur með fjórum tökkum (Play/pause, áfram, afturábak og volume+/-), sem hægt er að klemma á föt (t.d. efst á rennilásinn á renndri peysu), er tengdur við iPodinn með snúru og heyrnartólin síðan tengd í fjarstýringuna. Kosturinn við þetta er að þá þarf maður ekki að taka iPodinn upp úr vasanum og opna hulstrið til að skipta um lag, setja á pásu eða byrja að spila aftur, heldur notar bara fjarstýringuna.

Gallinn virðist vera endingartími. Ég hef, frá því að ég fékk iPodinn, átt þrjár svona fjarstýringar, á þrem eða fjórum árum. Nú er liðið sirka ár síðan ég fékk síðustu, og það er farið að suða í heyrnartólunum ef snúran sem fer í iPodinn liggur eitthvað aðeins vitlaust í vasanum. Eftir að fyrsta fjarstýringin eyðilagðist reyndi ég að fara með hana í viðgerð, hún var enn í ábyrgð, en þeir gátu ekki lagað hana niðri í umboði og ég var sakaður um “user abuse,” sem var bull og vitleysa. Ég fékk að vísu nýja, en engu að síður lækkaði það álit mitt á umboðinu. Þetta er að sjálfsögðu hönnunargalli, því ef það er ekki hægt að hafa iPodinn í vasanum og snúruna í hann, án þess að fara illa með snúruna… til hvers er þetta þá, spyr ég?

Hver er ykkar reynsla af svona fjarstýringum? Ég hef ekki séð marga nota þetta, og er iðulega spurður hvað þetta sé í hálsmálinu hjá mér, þannig að þekkiði þetta kannski ekkert? Vitiði hvort það stendur til hjá Apple að setja á markað endurbætta útgáfu af þessu með betri endingu (eða hentar þeim kannski ágætlega að við þurfum alltaf að kaupa nýjar?)? Það er varla flókið að styrkja tengið aðeins meira. Meira að segja verkfræðingur gæti hannað betra tengi.
Peace through love, understanding and superior firepower.