Ég er með allt ipod dótið í gömlu borðtölvunni…og ipodin minn er “skráður” þar….svo var ég að kaupa mér fartölvu og vill fá allt library-ið inná hana (þ.e. alla tónlistina sem er inná gömlu tölvunni) en veit ekki hvernig á að gera það.
Prófaði að tengja ipodinn við fartölvuna og reyndi að færa t.d. eitt lag frá ipodnum inní library en það koma bara svona stopp merki eins og það væri ekki hægt.
Og hvernig læt ég nýju tölvuna vera “móðurtölvuna” fyrir ipodinn? Þarf ég að gera svona reset? En þá missi ég lög sem eru inná honum sem eru ekki í tölvunni….ohh flókið!
Svo langar mig líka að geta horft á vídeó í vídeó ipodnum mínum…hvernig geri ég það? Get ég ekki sett dvd í tölvuna og sett það í ipodinn?
Ein cluesless
“It is white.”