Ég gerði þau hræðilegu mistök um daginn að setja svona 48 DVD disk í Intel Mac Mini-inn minn og svo þegar ég ætlaði að taka diskinn úr þá fraus tölvan svo ég slökkti á henni og kveikti aftur en þá vill hún ekki kveikja á sér.
Ég held að hún sé að reyna að lesa diskinn áður en hún kveikir á sér en getur það ekki því að diskurinn er í raun ónýtur eða gögnin á honum það er að segja.
Tölvan er núna bara ónothæf því hún fer ekki lengra en að fá hvíta skjáinn sem kemur rétt áður en það kemur Mac merkið og hún ræsir stýrikerfið..
Er eitthvað svona lítið gat eins og á venjulegum geisladrifum ?
Skoðaði mig um á netinu að leita að hjálp eftir að hafa fengið engin svör frá Umræðunum á apple.is og þar talaði einhver um þetta litla gat sem hann sá þegar hann opnaði tölvuna.. tók ég þá gamla góða tölvuopnverkfærið mitt og reyndi að opna tölvuna en hætti við af ótta við að fara illa með fallega makkann minn..
Allavega mig vantar helst hjálp við þessu því ég nenni varla að fara með hana í viðgerð nema ég neyðist til þess og það eru gögn á henni sem ég þarf sona í miðjum prófum..
Annars mega þessir asnar hjá 48 DVD vara fólk við á hulstrinu að setja diskana ekki í tölvur eins og ég asnaðist í að gera.. :(