Mæli með því að slökkva á öllum forritum áður en þú update-ar og restarta vélinni þegar þú ert búinn.
Ætla að koma með smá fróðleiksmola hérna.
Þegar að þú sérð “Optimizing System Performance” í Software Update þá kerfið í raun bara að update-a “prebindings”.
Ef þú ert að kveikja á forritum eða annað slíkt meðan update er í gangi þá getur það gerst að eitthvað af forritunum þínum update-i prebindings hjá sér.
Þá er kerfið í raun að strauja yfir prebindings nokkrum sinnum og við það getur það einfaldlega strokað mikilvæga file-a algjörlega út og þá getur hvað sem er gerst, kerfið hrunið eða farið að hegða sér illa o.s.frv.
Þannig að mitt ráð er þetta: Þegar að nýtt update kemur út, þá er fínt að bíða í 1-2 daga áður en þú nærð í það, slökkva á öllum forritum áður en þú update-ar og alls ekki ræsa forrit á meðan þú ert að update-a.
Sleppa því bara að snerta vélina á meðan hún er að þessu =)