Kvöldið
Þannig er að mér tókst að týna snúrunni sem er notuð til að tengja iPod í USB port á tölvu, svo sem stendur get ég ekki hlaðið nýrri tónlist inn á hann eða breytt playlistum. Áður en ég fer og kaupi nýja snúru uppi í Applebúð datt mér í hug að athuga hvort einhver hér lumaði á svona snúru sem hann þarf ekki að nota og er til í að selja (gefa? :-O ) mér á sanngjörnu verði.
Peace through love, understanding and superior firepower.