Ég er frekar nýbúinn að kaupa mér makka, spotlight virkaði auðvitað fullkomið fyrst. Ég er mikið í hljóðupptökum og það þarf slatta af tölvukrafti í það, eitt sem mælt var með til að ná sem allra mestu úr upptökuforritinu mínu var að Disablea “Indexing” á spotlight þegar ég er að nota forritið. Ég gerði þetta í terminalnum og auðvitað virkaði spotlight fínt þótt það væri ekki að eyða tíma í að indexa akkúrat á meðan. Svo til að flýta fyrir mér fékk ég mér forrit sem heytir spotless sem gerir nákvæmlega það sama nema það þarf ekki að vesenast í terminalnum heldur gerir það það fyrir mann, svo ég nota það bara og kveiki og slökkvi eftir þörfum á því. Nú finnur spotlight EKKERT ekki hluti sem það fann áður og ekki einusinni hluti með stafnum a í nafninu. Aðal vandamálið er að ég veit ekki nákvæmlega hvenær það bilaði því ég nota spotlight eiginlega ekki neitt. Hvað ætli sé best að gera?
Bætt við 14. janúar 2007 - 21:59
Jæja, mér tókst að laga þetta sjálfur :)
Palli Moon