hef séð marga dýrari, t.d. Sony Ericsson K790i = 43.980 sem er meira en 4gb Sony Ericsson P990i = 67.480 Qtek 8310 = 46.980 Sony Ericsson M600 = 52.980
þessir símar eru bara örfáir miðað við ótrúlega marga sem ég veit um og iphone-inn er klárlega betri (eða það held ég :P)
Mér líst mjög vel á hann.. fyrir utan að hann á eftir að kosta á Íslandi svona 500 þúsund eða eitthvað og svo getur verið að hvorki Síminn né Vodafone styðji þessa síma.. það verða bara 2 í bandaríkjunum sem styðja og það eru Verizon og AT&T og þú verður held ég að kaupa áskrift með símanum :S
Veit einhvern hvað þetta mun koma til með að kosta? Og hvað iPodinn verður stór, eða hvort hægt verður að fá þetta án innbyggðs iPod(margir eiga nú þegar iPod og hafa kannski lítið við auka í símanum sínum)?
Mér líst fjandi vel á þetta apparat, en ég geri ráð fyrir að þetta komi til með að kosta rétt rúmar 60.000 kr 4 GB og í kring um 85.000 kr. 8 GB… Finnst það talsvert mikið fyrir farsíma, en ég ætla að vona að ég hafi rangt fyrir mér og að verðið verði ekki mikið hærra en úti í USA.
2nd gen iPodinn minn er enn í fullu fjöri og hann tekur 15 GB, fagnar fjögura ára afmælinu sínu á þessu ári ef ég man rétt! :Þ
Ah, og það er DÝRT að fara á netið á farsímum… Lenti í því í fyrra að fá símreikning upp á rúmar 80.000 kr. því tölvan mín var netlaus svo ég notaði símann í staðinn í tæpa viku til að fara á einföld spjallborð og MSN.
Ekki misskilja mig samt, mig dauðlangar í þennan síma, ég er bara enn að melta verðmiðann… Annars stendur til hjá mér að fara til Bandaríkjanna með konunni um það leyti sem síminn kemur út þar, ætti að komast upp með að fá hann á betra verði þar.
Langar ógeðslega ótrúlega mikið í þetta eftir að vera búinn að kynna mér þetta almennilega og skoða allt sem að er hægt að skoða um þessa tölvu (get ekki kallað þetta síma eða tónlistarspilara).
Eina vandamálið er: 4Gb & 8GB…fyrir lög/myndir/þætti/kvikmdyndir?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..