hmm… það er allt bara miklu einfaldara á makka, það er bara staðreynd. Engir vírusar, ekkert spyware, þarf aldrei install diska með hlutum sem tengjast með USB t.d. myndavélum. Voða mikið plug and play bara, þarf oftast heldur ekki að uninstalla hlutum til að losna við þá, setur þá bara í ruslið.
Sjálf átti ég PC áður og valdi mér að kaupa makka þegar ég þurfti að kaupa nýja tölvu eftir að hafa notað makka hjá kærastanum mínum.
Ég sé sko ekki eftir því enda fór svo hrikalega mikill tími í allt þetta vírus og spyware hreinsi dót.
Ég held að maður fatti ekki hvað mac er miklu betri fyrr en maður hefur notað bæði af viti, ég var t.d. búin að gleyma hvað það er erfitt að finna allt í Windows þegar ég þurfti að fara að leita að gömlum files í vinnunni í sumar.
Bætt við 18. desember 2006 - 17:04
Þar að auki geturðu minnst á að PC magazine valdi MacOS X sem besta stýrikerfið a.m.k. tvö ár í röð eftir að það kom út og að þeir fítusar sem séu að koma út á Windows Vista núna hafi verið til á makkanum í rúmlega þrjú ár.
-Það er snákur í stígvélinu mínu