Já, ég tek undir með hinum: MacBook
MacBook er eins og iBook var á móti PowerBook sem nú kallast MacBook Pro.
Sjálfur fékk ég mér reyndar PowerBook fyrir tveimur árum og hún stendur vel í flestum nýju fartölvunum í dag, þannig að það er sennilega ágætis fjárfesting út af fyrir sig. :)
Aðallega spurning um hvað þú ætlar að gera í þessari tölvu… Ef þú ætlar bara að vera á netinu og í ritvinnslu og svona dóti sem er ekkert orkufrekt þá er það MacBook alveg hiklaust. En ef þú ætlar að vera mikið í grafík, þrívíddarvinnslu, kvikmyndavinnslu eða stórum tölvuleikjum, þá er það Pro vélin. Hin ætti reyndar að höndla flest af þessu ofangreindu, Pro gerir það bara hraðar. :)
En það er gott skref, sama hvaða vél þú kaupir þér, að stækka RAMið í henni umtalsvert. Það gerir hana miklu sprækari.