Til hamingju með nýja makkann! :)
Sjálfur hef ég alltaf notað Word, Apple Works, Neo Office eða það annað textaforrit sem til er við hendina hverju sinni.
Þessi forrit styðja öll að myndir séu settar inn á milli textans og það hjálpaði mér mikið, bæði vegna þess að með því að setja inn myndir jafnóðum (google image search) var auðveldara að mynda tengingar og muna hlutina og svo var þetta alveg möst í listasögu þegar fjallað var um ákveðnar myndir.
Annars fylgdi með tölvunni minni forrit sem hét Omni Outliner og gegndi víst hlutverki virtual yfirstrikunarpenna, en ég notaði það aldrei og glataði því með klaufaskap þegar ég var að formatta tölvuna mína (gott að formatta tölvur á eins til tveggja ára fresti til þess að fríska upp á þær).
Annars held ég að Office pakkinn sé besti kosturinn fyrir þig þar sem þú færð með honum PowerPoint, Word og Exel. En þú munt líklega þurfa að nota PowerPoint fyrr eða síðar á námsferlinum.