Ég kann ekki mikið á tölvur og var þess vegna fegin að geta sett upp MacBook ferðatölvuna mína hérna áðan án þess að þurfa hjálp frá tölvunörd yfir símann. Ókei ég keypti þessa tölvu, rándýrt á meira en 150.000 kr en það er í lagi því þetta er góð tölva og ég er ánægð með hana. Nema hvað að svo sé ég að það vatnar allt þetta office Word, powerpoint og excel og það og MSN. Ég sagði manninum í Apple búðinni að þetta yrði notað í skólanum og við MSN aðallega og því gerði ég ráð fyrir því að ef það væri eitthvað sem ég þyrfti að vita myndi hann segja mér það. En það gerðist ekki og þegar ég hringdi í Apple eftir að hafa beðið nokkuð lengi svaraði kona sem sagði mér að ég þyrfti að kaupa pakka sem hefði allt þetta office dót og MSN. Hmmm, já ok. Ég sætti mig við það, hvað kostar þessi pakki, 3000 kr? Nei, 16.000 djöfulsins kall sem ég hefði alveg viljað fá að vita fyrirfram til að geta keypt það með tölvunni sem tók þá btw mánuð til að fá í búðina eftir að hafa sagt mér að það tæki a.m.mk viku.
Þetta er flott tölva en mér finnst það bara gremjulegt svona dýrt tæki eins og þetta skuli ekki hafa almennilegt skrifforrit í sér. Hins vegar, úúúú, hún er með address book dvd dæmi garage band bla blabla, en nei hún er ekki með Word.
Ef þú nenntir að lesa þetta væl takk fyrir það.