Tjah, til að byrja með mæli ég með því að þú lesir báðar greinarnar hans jóns hérna á mac áhugamálinu um mac forrit sem allir þurfa að eiga. Mikið af merkilegum forritum þarna (en mundu að fylla tölvuna þína ekki af dóti sem þú munt aldrei nota).
Flestir Mac notendur nota forrit sem að heitir Adium til þess að vera á MSN. Það er flott msn forrit og mjög þægilegt í notgun, en hefur takmarkaða getu hvað varðar flest aukadótið (ekkert webcam, engir custom broskarlar sem aðrir en þú sjá, engar hreyfimyndir, ekkert flash, ekkert handwriting, engir leikir…). Það hefur hins vegar mjög skemmtilega sérsniðshæfileika svo sem: scripts, custom hljóð, custom útlit, tekur sama og ekkert pláss á skjánnum þínum og er létt og nett í vinnslu fyrir tölvuna þína.
Hérna er hlekkur á heimasíðu Adium:
http://www.adiumx.com/Hér er svo hlekkur á síðu fyrir allt sem þú getur sótt til þess að fegra Adiumið þitt:
http://www.adiumxtras.com/Hérna er svo mynd af mínu Adiumi (contact listinn til vinstri, spjallglugginn þarna hægra megin…):
http://www.this.is/alliat/myndir/desktop.jpg(athugaðu að ef ég væri að spjalla við fleiri en einn, þá myndi samt ekki bætast við gluggi (nema ég vildi það) þannig að hann tekur aldrei meira pláss en þetta á desktoppinum).
En ef þú ert virkilega á þörfinni fyrir allt aukaglingrið þá er til MSN fyrir Mac sem býður upp á webcam og broskalla og allt það, en það er stórt, fyrirferðamikið og hryllilega hægt í vinnslu.
Það forrit heitir Mercury messenger og er hægt að sækja hérna:
http://users.skynet.be/mercury/mercury_1710_mac.dmg.zipHvað Delete takkann varðar, þá er ég ekki með einn slíkan á fartölvunni minni. En hann er á lyklaborðum á borðtölvunum. Persónulega nota ég hann aldrei, nota bara backspace, en ef þú er desperate, þá geturðu bara keypt lyklaborð með delete takka og tengt við makkann þinn… það ætti ekki að skipta máli hvernig lyklaborð þetta er, bara svo lengi sem það sé USB eða annað sem hægt er að tengja við makkann. :)