Já, ég tek undir það að Mac er Plug and Play hvað stafrænar myndavélar varðar (og reyndar flest allt hardware sem ég hef prófað).
En ef þú ert að spá í að fá stórar og góðar myndir í tölvuna til að leika þér að og fikta í, þá mæli ég með því að þú skellir þér á SLR stafræna vél.
Cannon EOS 350D vélin er hvað vinsælust í dag hérna á klakanum, en sjálfur var ég að skella mér á Olympus E-500 vélina í gær ( :D ).
Þær eru verulega svipaðar í eiginleikum og stærð, en Olympus vélin er að fá aðeins hærri dóma (fær reyndar hærri dóma en EOS 20D líka o_O) og er mun ódýrari, en á móti kemur að hún er ekki þjónustuð hérlendis svo ég viti til. En aftur á móti er gert við Cannon vélarnar hérna innan landsteinanna.
-Bræðurnir Ormson eru komnir með fínan díl á Olympus E-500 vélina: Vélin + tvær linsur (venjuleg linsa og ein stór - sú stærri er kostar annars 34.000 kr. stök) + 1 GB CF minniskort (held það kosti um 10.000 kr. stakt) á samtals: 79.900 kr.
-Nýherji er svo með Cannon EOS 350D með einni venjulegri linsu og engu minniskorti á 94.900.
Hérna er samanburður á vélunum (ekki taka þetta of heilagt samt):
http://www.dccompare.com/canon-eos-350d-digital-rebel-xt_–_vs_–_olympus-evolt-e500.htmlSvo gæti náttúrulega verið að þú sést ekkert að spá í svona vélum… :P