Ég er hérna með gamlan iMac annars vegar, og tveggja ára gamlan son minn hins vegar. Þeir eru hinir bestu mátar og strákurinn getur sjálfur kveikt á tölvunni og valið sér leik til að spila og notið sín.
En því miður eru ekki ýkja margir leikir inni á vélinni og allir eru þeir á ensku. Hann getur reyndar spilað Nanosour leikinn að vissu marki en fingurnir eru of litlir fyrir övatakkana hehe.
Ég var að spá hvort einhver lumaði á eitthverjum svona íslenskum þroskaleik eins og t.d. Stafakarlarnir og væri tilbúinn að selja hann?
-Ég yrði afar þakklátur! :)