Myndi skella mér á intel-makka og setja BootCamp forritið inn á hann… Þá geturðu bæði keyrt Windows og Mac OS á vélinni og verið seif. :)
Getur svo skoðað verðin á
http://www.apple.is/verdlisti. Bara spurning hvort þú vilt fartölvu, turn, iMac eða Mac Mini… Ef þú ætlar í turninn myndi ég frekar taka intel turn ef þér er mikið í mun að halda í Windowsið.
Svo með Flight simulatorana. Ég er sjálfur með einn fjandi skemmtilegan sem heitir F/A-18 Hornet. Hægt að berjast online í honum og alles, en hann er ekki eins og flestir svona orrustuflugsimuleitorar að því leiti að bæklingurinn er yfir 100 þéttskrifaðar A-4 blaðsíður í smáu letri og best að lesa þetta vel yfir ef maður ætlar að skemmta sér eitthvað hehe.
Annars gerist þessi leikur í Írak og flýgur maður yfir risastórri radarmynd af landinu! (sem útskýrir hvers vegna þessi leikur er vel yfir gígabætið að stærð á meðan fyrri leikurinn var undir 100 MB hehe)
Skrínsjott og fleira:
http://www.graphsim.com/games-fa18-oif.htmlSvo er X-Plane annar Flight Sim sem ég er fjandi spenntur fyrir. En þar getur maður flogið öllu mögulegu, allt frá geimskutlu (farið út fyrir gufuhvolfið og allt!!) niður í tvíþekju og allt þar á milli. Einnig er góður veðurhermir í leiknum sem getur stuðst við alvöru veðurtölur af fréttasíðum þannig að þú getur flogið í veðrinu sem er fyrir utan hjá þér hverju sinni.
Heimasíðan:
http://www.graphsim.com/games-x-plane-8.htmlannars er hérna síða með fínu yfiriliti yfir nokkra Mac flugherma:
http://www.pure-mac.com/flight.htmlEflaust eru þeir nú aðeins fleiri en þetta, en þessir ættu að geta enst þér í dágóðan tíma. :)