vFer það ekki eftir því hvaða skjöl Mac-tölvan á að lesa? Ég meina .. hún opnar auðveldlega .doc skjöl, .mp3 o.fl. í þeim dúr, en hún opnar ekki möppur úr PC eða þannig, held allavega ekki. - Eða svo gerir ekki Mac-tölvan sem er hér heima.
Mörgum finnst mjög erfitt að skipta yfir í Mac. Ég, t.d. hef alltaf verið mikið fyrir Mac, þó svo að tölvan mín sé reyndar PC (sem ég sé nokkuð eftir að hafa fengið frekar en Mac..) en já, það eru samt nokkrar Mac tölvur á heimilinu og fyrir nokkrum árum vorum við bara með Mac. Vinum mínum, sem voru allir PC-arar fannst mjög erfitt að venjast því að loka glugganum öfugu megin og þannig.
Annars finnst mér Mac mun betri en PC, eins og ég sá hérna í samtalinu að neðan, þá held ég að XP taki nokkuð mikið pláss, alveg þó nokkuð pláss og getur verið mjög hægt ef mikið er inná tölvunni.
Ég ætla samt ekki að lofa því að allt hérna sé rétt að ofan, en ég held að það sé það þó. Annars er þetta bara eitthvað sem ég er að tala út frá eigin reynslu. :) Veit ekki hvort þetta hjálpar þó…