Ég setti þetta líka inná spjallborð apple.is en það sakar ekki að setja þetta hingað til að fá fleiri svör:)
Jæja, þá er málið með vexti að allt í einu duttu öll lögin út af iPodinum. Þetta gerðist á fim. 30.mars þegar ég var að hlaða inn music. Öll lögin og videoin eru inná iTunes.
Ég get ekki connectað iPodinn minn við iTunes, það kemur ekkert, get ekki hlaðið hann, það kemur ekki svona “do not disconnect”. Það kemur ekki svona Removable Disk connected í My Computer.
Ég prófaði að downloada þessu en þegar ég opna það þá get ég ekki valið “Update” eða “Restore” þá kemur not responding.
Ég er búinn að prófa að gera System Restore, daginn 29.mars en það virkar ekkert. Það er ekkert að usb portinu því ég gat tengt myndavélina mína við tölvuna.
Veit einhver hvað gæti verið að ?