Ég hef ákveðið að skipta yfir ´to the mac side´ eftir mörg frústrerandi PC ár. Ástæðan er þó aðallega að nýja iBookin er best hannaða vél sem ég hef nokkurn tímann séð og virðist öflugt verkfæri (mér finnst powerbookin ljót… sorry).
Hvernig höndlar örgjafinn og skjákortið annars þá leiki sem eru til í dag og eru á næstu grösum? og jafnvel þá sem líklegir eru eftir 1 ár eða svo (Halo og soleiðis) ? ég er ekkert leikjasjúkur en það væri gaman að vita hvað vélin getur svona til framtíðar litið. Þess má geta að ég yrði ekki með minna en 256mb innra minni.

kveðja til makkverja!
______________________________