Ég var svo lánsamur að í einum jólapakkanum leyndist iPod mini (6gb). Hinsvegar var ég ekki lánsamari en svo að 2 dögum síðar fraus hann þegar ég var í Music-Quiz. Núna logir ljósið í honum stanlaust, og sú skjámynd sem var seinast uppi er föst á honum. Ég er búinn að reyna að slökkva á honum, búinn að klikka á alla takka, og prufa að halda inni öllum tökkum. Líka búinn að full vissa mig um að hold sé ekki á. Einig er ég búinn að prufa að reka hann í hleðslu. En ekkert af þessu virðist breyta ástandi hans. Núna er það eina sem mér dettur í hug í stöðunni að leyfa honum að verða batteríislausum og reyna að fá hann þannig til að rístarta sér. Samt ótast ég að hann eigi ekki eftir að kveika á sér aftur þegar rafhlaðan er orðinn öll.


Allar ábendingar og leiðsagnir vel þeignar !
“When all are one and one is all”- '