http://www.pcworld.com/news/article/0,aid,112749,pg,8,00.aspEf þú athugar verðið, þá eru allar vélarnar sem bornar eru saman við makkana tvo efst mun ódýrari. PC = Meira afl fyrir mun minna verð. Finnst reyndar svolítið lélegt að hafa flestar samanburðarvélarnar með tvöfalt öflugra skjákort.
En í Quake III t.d. þá er dual 2GHz makkinn lægri en allar PC vélarnar, líka þær sem hafa svipað skjákort.
Flash vandamálin sé ég daglega í makkanum mínum. Mest var það áberandi þegar ég var í skólanum í frímínútum að skoða eitthvað flash á newgrounds.com með nokkrum félögum sem notuðust við PC vélar. Nánast undantekningarlaust spilaðist flashið mun hægar í minni tölvu heldur en í þeirra.
Ég man bara eftir tveimur dæmum í augnablikinu sem ég get gefið url á:
Bubbles leikurinn alræmdi sem allir voru að spila á tímabili:
http://www.absolutist.com/online/bubbles/bubbles.swfOg svo online leikurinn iSketch (sem var gerður frá grunni á Apple vél):
http://www.isketch.net/isketch.shtmlPrófaðu að bera saman keyrsluhraðann á bubbles í Mac og PC vél.
Og á iSketch, prófaðu að taka einn leik í Mac annars vegar og PC hins vegar. Textareiturinn fer á eip í Mac vélinni þegar maður er að skrifa eitthvað eða browserinn einfaldlega hrynur þegar maður er að lóda leikinn eða skömmu síðar. Búið er að láta Macromedia vita af vandamálinu og þeir sögðu að þetta væri einskorðað við Apple vélar og þeir væru að reyna að laga þetta (komin tvö update á Shockwave síðan þeir sögðu þetta og enn er þetta svona).
Varðandi auglýsingarnar, þá átti ég við svona auglýsingar sem að eru innan á mörgum PC vélum. T.d. í stikum undir Address bar í Explorer eða undir menu röndinni í Outlook. Ég tvítaldi sem sagt adware óvart.
Drasl 3rd party aukabúnað fyrir makka hef ég aldrei séð. Það væri þá helst eitthvað glingur sem var búið til fyrir PC og virkaði líka fyrir Mac (sennilega fyrir tilviljun). En alla vega þá fæst ekkert þannig í Apple búðinni.
Og svona til þess að létta andrúmsloftið ætla ég að pósta þessu brilli sem ég fann á b2.is:
http://www.macmod.com/content/view/371/2/