Ok… sjálfur var ég alltaf mjög PC sinnaður og þoldi ekki þessar helv. nammi tölvur. Fyrir 4 árum fór ég svo að vinna við prentiðnað og eftir örfá mánuði gjörsamlega snérist mér hugur. Ég get ekki hugsað mér að nota PC í prentvinnslu en ég er líka í Margmiðlunarkskólanum og kom þá að því að ég varð að gjöra svo vel að fá mér líka PC þar sem nokkur forrit sem tengjast margmiðlun eru hreinlega ekki fánlega fyrir Mac. Má þar helst nefna 3D studio Max. Maya kemur út fyrir osx með haustinu en svona venjulegur Jón getur eflaust ekki pungað út 1300 þús fyrir hana svo þeir sem eru í einhveri smá 3D verða að sætta sig við 3d Max á PC haugnum. Það sem ég er að reyna að segja er að þetta fer algjörlega eftir því hvað þú ætlar að nota tölvuna í, ætlar þú að vafra á netinu, spila leiki og skrifa einstaka ritgerð? Ef svo blessaðu fáðu þér einhvern ódýrann Pésa. Ef þú ætlar aftur á móti að vinna eitthvað að viti á vélina og vilt fá mjög öfluga og stabíla vél keyptu makka. Æjii.. þetta hljómar allt miklu hlutdrægara en ég ætlaði.. ekki taka mark á því hugsaðu bara um hvað þú ætlar að nota vélina spáðu í hvað þú átt af peningum og taktu ákvörðun með tilliti til þessa.
Kveðja
Sario