Ég veit að sumir hafa lent í þessu með einstaka leiki, en það er að segja að semsagt þegar kveikt er á leiknum þá festist músarbendillinn nokkurnveginn í miðjunni á skjánum og það er ekkert hægt að gera til að losna við hann. Þetta skeði stundum á G4 iMakkanum mínum í Wolfenstein Enemy Territory en núna er ég á G4 iBook og ég lenti aldrei í þessum vandamálum, svo formattaði ég tölvuna, installaði Tiger og allt gekk vel, allir leikir virkuðu fínt, en svo installaði ég Wolfenstein Enemy Territory og voila, birtist músin, en svo þegar ég ætla að nota aðra leiki eins og tildæmis Quake 3, þá er músin líka til staðar en hún var ekki þar áður en ég installaði Wolfenstein.
Veit einhver hvernig ég get lagað þetta? því þetta er orðið vel pirrandi.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson