Sælt veri fólkið
Ég þurfti nú um daginn að skipta við Applebúðina hér á landi í fyrsta skipti á ævi minni, ég hef verið PC-maður síðustu 12 ár og því ekki þurft að díla mikið við þetta lið. En fyrir um ári keypti ég mér iPod, það eru náttúrulega snilldar græjur eins og flestir vita. En fyrir um mánuði bilaði iPoddinn minn og ég fór þar af leiðandi með hann á verkstæðið hjá Apple, eftir 3 daga fékk ég hringingu og var mér sagt að hann væri ónýtur og hann væri ekki á ábyrgð þar sem serialið á honum var ekki til í kerfinu hjá þeim, þó svo að það væri tveggja ára ábyrgð. Ég sætti mig ekki við það og hafði samband við kreditkortafyrirtækið mitt og fékk útprentun á yfirlitinu frá þeim mánuði sem ég keypti spilarann, það blessaðist nú allt og viku eftir að ég fór með spilarann fékk ég annan í staðinn. Jæja, nú byrjar vesenið. Eftir að ég var kominn heim til mín hlóð ég ipodinn og pluggaði honum í tölvuna en án árangurs, hann bara fraus, datt út og tölvan fann hann ekki. Ég hringdi í Apple og fékk einhver ráð þar en engin virkuðu. Þannig að ég sendi hann bara aftur til þeirra í pósti, þar sem ég bý úti á landi. Svo ákvað ég að hringja núna um daginn til að tékka á stöðu mála, það er skemmst frá því að segja að það tók um klukkutíma að ná sambandi á þeim manni sem ég þurfti að tala við, ég veit ekki hvernig símamálunum þarna er háttað en það tók mig 5 tilraunir bara að ná sambandi við skiptiborðið þar sem það hringir vanalega bara út. En jæja, ég náði á þessum manni og spurði hann um stöðu mála, en hann mátti varla vera að því að tala við mig og sagði mér að það væru svona 3 vikur í að þeir byrjuðu á þessu verki þar sem það væri svo mikið að gera. Ég sætti mig nú ekki við það og útskýrði fyrir honum að ég hefði fengið spilara sem virkaði ekki í skiptum fyrir minn ónýta sem var í ábyrgð, en það breytti engu. Að minnsta 3 vikur í að þeir skoði þetta. Daginn eftir hringdi ég aftur og bað um að fá að tala við einhvern annan sem vissi eitthvað og hefði tíma til að sinna viðskiptavinum, það tók mig c.a. 30 mínútur að fá samband við einhvern og því hefði ég betur sleppt því svörin voru þau sömu, 3 vikur. Þessi þjónusta er sú allra versta sem ég hef nokkurntíman lent í. Btw, prufið nú að hringja þarna og biðja um verkstæði eða eitthvað og gáið hvað það tekur langan tíma, maður væri eflaust sneggri að skrifa þeim bréf, skokka með það niður á pósthús og bíða svo við bréfalúguna eftir svari.