makki eða pc?
Nú er komin tími til fartölvukaupa og þar sem ég er fátækur námsmaður hef ég ekki alveg efni á þeirri tölvu sem mig langar í (Powerbook 17” SuperDrive) þá var ég að spá hvort ACER ASPIRE 1692WLMI(http://www.tolvulistinn.is/) eða iBook G4 14” Combo sé betri. Ég er aðalega að nota tölvuna í skólann og svo photoshop og flash mx og þannig forrit. Makkinn er náttúrulega dýrari og ég hef bara um 170 þús til að kaupa tölvuna. Ég var líka að spá hvort að ég sé ekki að fá meira fyrir peninginn ef ég kaupi Acer tölvuna?