Nú hef ég verið að íhuga að fá mér Power Mac G5.
Hvað finnst fólkinu?

Power Mac G5

1,8GHz PowerPC G5
600MHz braut á örgjörva
512K L2 skyndiminni á örgjörva
256MB DDR400 SDRAM
Stækkanlegt í 4GB SDRAM
80GB Serial ATA
8x SuperDrive
Þrjár PCI raufar
NVIDIA GeForce FX 5200 Ultra
64MB DDR skjáminni
56K innbyggt mótald

Power Mac G5 er hraðvirkasta einkatölvan í heiminum og sú fyrsta nýrrar kynslóðar sem er með 64-bita örgjörva. Það þýðir að hún rýfur 4 gígabæta múrinn og getur notað allt að 8 gígabæti af vinnsluminni.

Nýi G5 örgjörvinn og ofurhraðvirk uppbygging með AGP 8X og PCI-X gera PowerMac G5 að hreinni byltingu í reiknigetu borðtölva.

ATH. Vegna óvenju mikillar eftirspurnar biðjum við þá sem hafa hug á að tryggja sér eintak úr næstu sendingu um að hafa samband við Apple-verslunina í Brautarholti.

http://www.apple.is/verdlisti/powermac/
Kv. Pottlok