Hvað er málið PC alltaf frjósandi, fullar af spyware og öllu þessu drasli. Ég vinn við myndatöku og klippingu og klippi bara á avid(sem er búinn til fyrir makkann en ekki helv. pésann. Ég var búinn að klippa allt efni á pc þangað til ég fékk nóg allir harðir diskar virkuðu ekki nema kannski 3 af 9 og svo var mar nettengdur og var í bölvuðu veseni. Um daginn tók ég stærstu ákvörðun lífs míns fór í apple búðina keypti mér g5 makka, hljóðkort, nýjan avid (hjá Villa í Nýherja), cinema display skjá. Vá munurinn er svipaður að fara af saab 72 yfir á BENS 2010. Núna lifi ég fullkomnu atvinnulífi með makkann minn og er sáttur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af vírusum og öllu því drasli sem fylgir pésanum.
Þannig að makkin á heiður skilinn og loksins þroskaðist maður.
p.s afsakið stafsetningarvillur en ég er bara svo ánægður með makkan að ég get ekki lokið við setningar)