Það gæti skipt máli í hvaða skóla þú ert. Ég er með nýja iBook G4 sem ég nota í HÍ og það er minnsta mál. Ég er vanur Windows vélum og er með Win XP borðvél heima. Hún safnar nú ryki því ég get unnið allt á Makkanum og ég vil einfaldlega ekkert vesenast með Windows lengur.
Ég held að það sé enn tilboð í Apple IMC á iBook G4 12“. Þá kostar vélin 110þ. krónur sem er algert bargain. Bættu í hana AirPort Extreme þráðlausu neti fyrir 10þ. og settu minnið upp í 640MB fyrir u.þ.b. 15þ. og þú ert kominn með mjög netta, létta og skemmtilega skólavél sem hefur góða batteríendingu (ættir að ná því að glósa í 5 tíma á henni á batteríorku einni saman).
Ef það er eitthvað sem mælir gegn Makkakaupum er það að umboðið er oft mjög þumbaralegt, en ég vil frekar í dag þumbaralegt umboð en þumbaralega tölvu ;)
Kíktu á spjallvef IceMUG (Íslenska makkanotendafélagið) <a href=”
http://umraedur.icemug.org">
http://umraedur.icemug.org</a> og spjallvef Apple IMC <a href="
http://www.apple.is/umraedur">
http://www.apple.is/umraedur</a> til að kynnast því hvernig er að nota Makka. Þessir vefir eru líka frábærir til að fá hjálp við hvaða vandamálum sem kunna að koma upp.<br><br>-
“Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant.
<font color=“white”>FNORD</font