Víðast hvar í heiminum notar meirihluti fyrirtækja í prentiðnaði Macintosh. Ein ástæðan fyrir því er líklega sú að umbrotsforritið PageMaker, sem var í rauninni fyrsta forritið sem gerði notanda kleift að sjá hvað hann var að gera beint á skjánum, keyrir á Macintosh-tölvum.

Einnig skiptir máli að á þeim árum sem prentiðnaðurinn var að tölvuvæðast voru Macintosh-tölvur taldar notandavænni en PC-tölvur. Enn önnur ástæða fyrir vinsældum Macintosh er að PostScript-prentrekillinn (e. driver) er betur þróaður fyrir hágæða prentvinnslu en sambærilegur rekill fyrir Windows-stýrikerfið á PC-tölvum.

Litameðhöndlun í Windows-reklinum er ekki nægjanlega góð og hann er ekki eins stöðugur; býr ekki til nægilega áreiðanlegar PostScript-skrár til nota í prentiðnaðinum.
Börn og kynlíf