Macintosh á íslandi er nú ekki alveg nógu gott.
Ef að einhverjir myndu opna verslun af einhverri stærð, sem seldi aðeins Macintosh(og Dell) vélar þá myndi Mac ekki vera lengi að yfirtaka íslenskan tölvumarkað.
BT og aðrar íslenskar tölvuverslanir eru svo búnir að blóðmjólka neitendur að fólk er komið með óbeit á tölvum. Ef að þú kaupir PC tölvu, þá eru 50% líkur á því að hún sé bara nánast ónothæf! PC tölvur sem eru settar saman á íslandi eru bara rusl! Allt þetta er sett saman úr einhverju tölvudrasli sett saman í einhverjum bílskúr út í tævan(pínu ýkt kannski), en það er ástæðan fyrir því að PC er svo ódýr.
Ég gæti talið upp a.m.k. 5 manns sem ég þekki(fjölskyldufólk) sem hefur grunlaust verslað af BT, Tölvulistanum og öðrum verslunum sem hafa einfaldlega selt þeim ónýtar tölvur! Maður sem ég leigði hjá keypti Compaq tölvu frá BT, hún er alveg í hassi, diskettudrifið var ónýtt, hún var alltaf að frjósa og í viðgerð. svo kostar viðgerðin áræðanlega tugi þúsunda og hún er samt alltaf biluð!.
Svo keypti frændi minn tölvu af tölvulistanum og það skiptir ekki máli hvað þú gerir þú færð alltaf bluescreen! Ég formattaði hana fyrir hann, og ég fæ samt bluescreen. og hún er líka alltaf í viðgerð.
ég átti sömu PC tölvuna í 3 ár, án þess að bila. EN! ég formattaði hana reglulega(3gja mán fresti) og hélt henni við. Sömuleiðis setti ég hana sjálfur saman, úr dýrum pörtum frá góðum framleiðendum. Hún kostaði líka 170 þús.
Ef að þú ætlar að eiga PC tölvu á íslandi í dag(sem er ekki Dell) þá þarftu helst að vera með MCP gráðu(Microsoft Certified Professional) því að þær eru alltaf bilaðar.
Ég er ekkert á móti PC eða neitt svoleiðis, ég á ekki einu sinni Mac, en ef að fjölskyldufólk myndi vita af macintosh þá myndi það áræðanlega versla þannig. Macintosh eða aðrar vörur frá Apple eru einfaldlega ekkert auglýstar af viti, það er EIN Mac búð á Akureyri og það er Haftækni, hún er minni en íbúðin mín. Það verður að taka sig á og auglýsa meira, koma verslunum á fót, sýna fólki að Mac er einfaldlega betra fyrir þá sem eru ekki “tölvunördar” eins og ég.
Ég ætla að fá mér Mac þegar að skólinn byrjar, og með því I-Pod og feita og fallega headphona.
Macintosh er einfaldlega málið, það er framtíðin gott fólk!
Með fyrirfram þökk,
Sindri Svan