Jæja, alltaf sama ruglið varðandi Apple búðina.
(1) Ok, hámarksinnkaupaverð á 15GB iPod er $399.
Gengið er 73 krónur á hvern dollara.
Virðisaukaskattur er 24,5%
og tollur er 10%.
Gerum útreikninga:
399*73*1,1*1,245 = 39889 krónur.
Segjum að sendingarkostnaður sé 1000 krónur á vöru (þó ég stórefast um að
hann sé svo hár þegar þeir flytja inn mikið magn í einu)
Þá er heildarverð:
40.889 krónur
Þetta er miðað við að Applebúðin kaupi iPod á sama verði og einstaklingar í USA,
þannig að þetta er hámarksverð fyrir þennan iPod.
Mismunur er (47.900 - 40.889) kr. = 7011 krónur
Finnum álag hjá Applebúðinni (miðað við heildarverð á vöru 40.889 krónur með
skatt, tollgjöldum og sendingarkostnaði):
7.011kr/40.889kr = 17,15 %.
—————————————– —————————-
—–
(2) Ok, ég fór á Dell.com og “pantaði” 15GB iPod, ég fékk 85 dollara afslátt með
afsláttarmiða.
$399 - $85 = $314
Semsagt einstaklingar geta keypt sér 15GB iPod á $314 (á netinu) og fyrirtækið
myndi aldrei selja þessa vöru (eða aðrar vörur) á þessu verði nema þeir væru að
græða.
Þannig að ég trúi því varla að Applebúðin á Íslandi kaupi þetta á meiri en $314.
Gerum útreikninga aftur:
314*73*1,1*1,245 = 31.392 krónur.
Bætum við 1.000 krónur í sendingarkostnað og við fáum út:
32.392 krónur
Finnum mismun: 47.900 krónur - 32.392 krónur = 15.508 krónur
Finnum álag hjá Applebúðinni (miðað við heildarinnkaupaverð á 32.392 kr. með
skatt, tollgjöldum og sendingarkostnaði):
15.508/32.392 = 47,88%!!!
—————————- ———————————–
Eruð þið að segja mér að Applebúðin sé með tæplega 50% álagningu á vörum
sínum (eða meira en það)?? :shock:
Kveðja,
Björgvin.