15000 kall er of mikið finnst mér. En Apple á Íslandi vill ekki selja viftuna staka! (maður verður að borga f. allavega 1,5 tíma vinnu!!) Nokkuð slakt.
Ég athugaði síðuna sem mér var bent á
http://www.xlr8yourmac.com/ en fann ekki það sem ég var að leita að. Sá haug af síðum þar sem einhverjir vitleysingar eru að breyta tölvunum sínum í verkfærakassa osvfrv.
En ég er að spá hvort það sé ekki bara hægt að kaupa viftu í næsta tölvuverkstæði. Hvort viftan þurfi nokkuð að vera frá Apple. Er þetta ekki allt sama tópakið? Veit samt ekkert um þessa viftu (nafn og hitt allt). Kannski þarf ég bara að opna tölvuna og taka viftuna með mér í bæjarrölt.
Takk kærlega Czar og Hanzi fyrir viðbrögðin