Sæll WolverineX…
Ég hef ekki hugmynd um hver þú ert.
Nei ég er ekki á Apple payroll en mér finnst viturlegra að eyða kvörtunum á Apple í eitthvað viturlegra en að vera skammast yfir því að hugbúnaðar- og vélbúnaðarfyrirtæki framleiði a) lélegar vörur b) séu með lélega þjónustu c) villandi upplýsingar o.s.frv.
Síðan hvenær hef ég svo verið þekktur fyrir að vera mikill Apple “allt er gott, apple er best” gaur eins og þú orðar það ? Ég er satt að segja ósköp lítið á þessu áhugamáli.
Hvað bendir svo til reiði í pósti mínum ? Ég benti á staðreyndavillur í greininni, kom með ráðleggingar og mínar eigin skoðanir.
Og Apple gefur ekki út nýtt stýrikerfi árlega. Mac OS X er verkefni sem hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Fyrsta útgáfan af því kom út fyrir nokkrum árum og síðan hefur verið stöðugt að endurbæta kerfið fram og til baka til þess að gera það að betra kerfi. Það hefur gefið hugbúnaðarframleiðendum forskot til þess að venja sig á nýtt stýrikerfi Apple. Og samhæfingarvandamál sem koma upp hjá forritum þegar Apple hefur uppfært kerfið sitt, er eitthvað sem tilheyrir og hefur þekkst síðan stýrikerfi voru fyrst smíðuð, hvort sem þau heita Windows, DOS, Mac OS, Linux.
“ Og ég hef gáð á heimasíðum og reynt að redda dræfurum, en hvernig eiga fyrirtæki að geta búið til drivera ef Apple gefur út nýtt stýrikerfi árlega sem supportar fátt sem ekkert af eldra drasli.”
Tja, það hlýtur alltaf að koma að því að gamall vél- og hugbúnaður dettur einhvern tímann út. Hvort sem það er vegna nýs stýrikerfis eða nýrra tölva Apple. Ég get til dæmis ekki þótt mig langi óskaplega til þess, sett sjónvarpskortið mitt úr Performa 5200 tölvunni minni í G4- tölvuna mína.
Það eru til hundruðir þúsunda forrita og þúsundir hluta vélbúnaðar til fyrir Makkann.
Ég held að ekkert hugbúnaðarfyrirtæki gæti gert ráð fyrir að hvert einasta stykki hugbúnaðar eða vélbúnaðar virki eftir að fyrirtækið uppfæri stýrikerfi sitt.
Á svona vandamál að stöðva fyrirtækið frá því að uppfæra stýrikerfið sitt ?
Ókei skulum kíkja á hlutina sem þú hefur verið í vandræðum með:
Microtek skanninn - driver fyrir Mac OS X er væntanlegur 1. desemeber. Dálítið seint finnst manni auðvitað en þeir eru þó að gera það. Þetta verður þó alla vega orðið til áður en að Apple tekur möguleikann að ræsa Mac OS 9 af, ef svo verður þ.e.a.s.
Ricoh SCSI brennari, SCSI er orðið dálítið gamalt er það ekki ? Ég veit ekkert hvort að einhver vandamál er með þennan brennara varðandi Mac OS X og Toast forritið en ég held að þú ættir að gá að því vandlega á www.roxio.com áður en þú kennir Apple um.
Ég er með TV Out Radeon og kortið virkar fullkomlega en ég er auðvitað með nýjustu driverana auk þess sem ég veit ekki hver vandi þinn er.
Ég veit ekki hvernig prentara þú ert með en fyrirtækið sem býr til prentarann á að sjá um að prentarinn virki fyrir Mac OS X. Bæði Epson og HP lofuðu Apple að svo yrði raunin. Ef þú ert með prentara frá öðru fyrirtæki þá stend ég á gati.
Ég veit ekkert um digital vélina þína g get ekkert tjáð mig um hana…
Að lokum:
Mac OS X-only stuðningurinn á nýju tölvunum frá og með janúar 2003 ef hann gengur eftir (sem hann ætti að gera skv.
http://www.apple.com/pr/library/2002/sep/10macosx.html) er dálítið strangur. Það skal alveg viðurkennast. Apple er auðvitað bara að gera það sem það hefur gert í mörg mörg ár og önnur hugbúnaðarfyrirtæki einnig. Þú getur til dæmis ekki sett upp Mac OS 7 á flestum nýjum tölvum Apple og ekki Mac OS 8 heldur, held ég. Og ekki kvarta margir undan því enda um gamalt kerfi að ræða. Sömu sögu verður að segja um Mac OS 9 bráðlega. Það á satt að segja enn meira við vegna þess einfaldlega að Mac OS X er mjög stórt skref upp á við og inniheldur möguleika sem setur Mac OS 9 á ósköp lágan stall.
En Mac OS 9 er auðvitað ennþá mjög mikið í notkun, það hafa ekki allir skipt yfir í X-ið. En fyrst það eru rökin gegn þessu má auðvitað ekki gleyma því að það sem Apple er að gera snertir bara nýjustu tölvur þeirra og allar tölvur sem gerðar eru árið 2002 koma ekki nálægt þessu að neinu leyti. Þannig að þeir sem hafa gömul forrit sem mikilvæg eru fyrir fólki sem felast fyrst og fremst í gömlum leikjum skilst mér, þá er auðvitað lausnin bara að ekki henda gömlu tölvunni. Ég fer stundum í gamla Classicinn okkar og spila Dark Castle og King's Quest á vegna þess að einhverra hluta vegna virka ekki sumir litlir gamlir leikir á G4-tölvunni minni.
Og þegar ég kaupi mér nýja tölvu sem verður kannski 2004 eða 2005 þá býst ég við því að halda gömlu G4-tölvunni minni enda get ég hvort sem er ekki selt hana fyrir mikið og þannig get ég spilað Myth The Fallen Lords og Myth II: Soulblighter (sem eru ekki carbonizeraðir og verða það sennilega aldrei) áfram alveg þar til að ég verð orðinn gamall og grár.