Það er eins og ég óttaðist, á Apple Expo í parís í dag var tilkynnt að frá og með Janúar 2003 yrðu allar nýjar vélar læstar á MacOS X. Þ.e.a.s. þær geta ekki ræst kerfið þó þær geti keirt það í “Classic”.

Þeir segja að 20% af notendum Makka noti MacOS X í enda þessa árs og eru með þessu að reyna að fá framleiðendur til að þróa aðeins fyrir MacOS X í staðin fyrir að dreifa kröftum sínum á tvö kerfi.
Apple segir að 3 milljónir noti MacOS X núna en búast við 5 milljónum um áramót.

Even Lucifer is happy with it…. Kevin Browne sem vinnur hjá mac deild microsoft tilkynnti ánægju sína með þetta og sagði að Með OSX 10.2 væri kerfið loksins komið að aldri sínum og samhæft við önnur.
Adobe tilkynnti ánægju sína líka, tjáðu sig eitthvað um hvað auðveldara væri að þróa á kerfinu núna.


—-


Ekki er ég nú sáttur við þennan ráðahag apple, að mínu mati þegar ég kaupi tölvu vil ég að það sé mín ákvörðun hvað ég set inn á henni hvort sem það er MacOS/X, Windows, FreeBSD, eða TeletubbiesOS þá er það mín ákvörðun. Apple hafa gert stór mistök þarna, sum forrit sem eru mikilvæg fyrir makkan eru bara ekki til á OSX og þau fyrirtæki sem nota þessir forrit munu fresta því að uppfæra tölvurnar frá og með Janúar eða bara fara í önnur kerfi. Þetta finnst mér forsjárhyggja í hæsta lagi og til skammar…

Gæti líka verið hitinn bara:)

—-

Allar stafsetingavillurleiðréttingar má senda á pósthólf af þínu vali í norður kóreu.

Jeedo