Jæja ég fékk jaguarinn í dag og er búin að vera að prófa alla nýju fídusina og forritin.

Og ég ætla að segja aðeins frá honum



Mail.Póstforritið mail er nú komið með fullkomna vörn gegn ruslpósti. Þegar maður fær póst frá einhverju net-fyrirtæki eins og gamespot.com þá er merkt við póstinn með brúnum lit(EF mail telur þetta vera ruslpóst) og þá er náttlega ekkert annað að gera en að ýta á Trash og það er farið. Maður Tekur mjög vel eftir því að allar hreifingar eins og að opna stóra pósta og að skipta hratt um pósta er MUN hraðvirkara og að gera allt þarna er bara mjög hratt. Það eru líka mjög mörg ný icon þarna.


Slaufa/opið-epli F. Það kannast áreiðanlega allir við það að þurfa að leita að einhverju sem er falið á harðadisknum og þurfa þá að opna Sherlock. Nú í stað sherlocks sem var oft hægur að starta sér (með stóran glugga og stuff) er komið forritið Find sem er bara lítill gluggi sem er eldsnöggur að opnast og er að minni reinslu mun fljótvirkari en Sherlock var.


Calculator er búin að fá nýtt flott útlit en virkar alveg eins.


iChat. Ég hef nú ekki getað prófað það neitt að viti enda fáir komnir með Jaguarinn á Íslandi og nánast engir sem ég þekki svo ég hef ekki getað prófað allt forritið en það lítur mjög vel út. Það verður að hafa Póstaðgang frá mac.com svo ef fólk ætlar að nota það þá verður það að fá sér aðgang.


Address Book. Ég notaði ekki hina svo ég get ekki sagt hverjar breytingarnar eru en hér geturu sett inn allar upplýsingar um fólk sem þú þekkir, emalið, heimilisfang, símanúmer o.fl, lítur flott út.


Nú er hægt að stilla á allskonar möguleika sem geta gangast t.d þeim sem eiga erfitt með sjón eða finst óþægilegt fyrir eyrun þegar skræk hljóð koma t.d þegar þú ert að hækka hljóðið kemur alltaf ding ding. Núna er hægt að stilla á Zoom sem er tilvalið fyrir þá sem sjá ýlla eða gamalt fólk sem þarf stærri stafi án þess að þurfa að stækka stafina hjá vafranum svo allt fari í klessu á síðunum. Zoom virkar þanniga að þegar búið er að gera það virk er bara að ýta á alt-slaufa+ og þá stækkar skjárinn og síðan sama nema bara - til að minka þetta. Síðan í stað hljóða þegar maður er að hækka eða brennarinn er búinn með diskinn og sona stuff er bara hægt að stilla á sona flass sem kemur þá bara yfir allan skjáinn. Þægilegt fyrir suma.


kerfið er síðan bara allt mun hraðara. Ég er búinna að vera að prófa nokkra tölvuleiki og ég finn verulegan mun á þesu og því gamla.


Síðan eru mikið af smáum breytingum sem ég hef ekki séð og nenni ekki að vera fara útí núna og ég vona að ég sé kominn með nó af efni.

Annarrs þá get ég svarað spurningum um kerfið ef það eru einhverjar.


Manie