Strike Force

Ég er, einsog margir, aðdáandi Counter Strike og sorglega
hefur þessi snilld aldrei komið á makkan þar sem það var hætt
við að koma með Half-Life útaf mörgum ástæðum. Þar sem ég á
bara makka á heimilinu mínu varð ég að borga mig inná staði
einsog GameDome og K-Lan-ið til að spila Counter Strike en
eftir nokkur skipti fannst mér 500kr klukkustundin allt of mikið.
Þannig ég byrjaði að spila leiki einsog Unreal Tournament og
Quake 3 heima í staðinn. Svo fann ég MOD á Unreal
Tournament sem hét Strike Force og las ég aðeins um hann
og sá að hann átti að vera leikur einsog Counter Strike og
ákvað ég þá strax að downloada þessu. En alltaf þegar ég var
kominn á seinustu mínútuna kom “Waiting for Data” og beið
ég með tölvuna kveikta klukkustundum saman eftir þessu
“Data” en fannst það aldrei. Nú nokkrum mánuðum seinna
ákvað ég að downloada þessu af öðrum server og getið
hvað……….. það virkaði!!!! Þannig þá ætla ég að installa þessu á
Unreal Tournament og býð spenntur eftir þessu, svo þegar ég
er búin stendur “could not find aoot.engine” eða eikkað álíka
þannig ég re-installa þessu og það virkaði.

Ég verð að segja að mér fannst þessi leikur strax vera mjög
skemmtilegur og hékk ég í honum tímunum saman. Það er
hægt að velja fjórar tegundir af leikjum, Death Math, Team
Death Match, Hostaga Rescue og Escape. Ég spila aðalega
Team Death Match sem er nokkuð augljóst á nafninu að það er
skipt í tvö lið svo bara… GO! Þú drepur “Enemy Team”! En
gallinn við þetta er hversu fá borð eru í þessu. Í Team Death
Match eru sex borð og eru þau öll nokkuð skemmtileg, en
skemmti ég mig mest við “Bad Cargo”. Það sem er kannski
aðeins öðruvísi en í Counter Strike er að þú eyðir ekki pening í
byssurnar sem þú kaupir í byrjun þannig þú kaupir bara allar
bestu byssurnar í fyrsta skippti og rokkar þessu! Byssurnar
eru mjög margar og finnst mér einsog þær eru fleirri en í
Counter Strike en ég er ekki alveg viss.

Allavega mæli ég með þessum MOD fyrir alla makkara sem
eru hungraðir í Counter Strike.

Einkunn

Spilun 8/10
Hljóð 7/10
Grafík 8/10
Ending 9/10

Aðaleinkunn 9/10