Macworld 2002 Jæja kl 13:00 í dag hófst Macworld eins og flestir vita og voru margar skemtilegar nýúngar kyntar og ég ætla að segja hér frá þeim helstu


það var kynt endurbætt iMac sem er að flestu leiti eins og sú gamla nema með 17 tommu skjá, 80 GB harðadiski og 64mb skjákorti sem mér finst persónulega vera frábært því eins og ég sem er mikið í leikjum finst náttúrulega best að vera með eins öflugt skjákort og hægt er og svo ekki sem á minst sé stóran skjá.


Síðan var iTunes3 líka kynt og er það náttúrulega alveg frábært forrit eins og forrverar þess, ég náði mér í gripin áðan og virkar fínt en ég gat samt ekki séð í fljótubragði að það væru einhverjar stórar breitingar, það var hægt að gefa lögunum stjörnur og síðan var sér listi yfir mest spiluðu lögin og annar fyrir lögin sem fengu flestar stjörnur og svo framvegis …….

hér getið þið Downloadað því http://www.apple.com/itunes/download/


20GB iPod var kynt, alveg eins og minn gerðirnar og núna er líka hægt að nota iPod með PC tölvum


Það var víst sagt mikið frá X.2 Jaguar en ég hef ekki gefið mér tíma til að fræðast um hann en eftirtalinn forrit eiga að koma með honum

Sherlock 3
iChat
endurbætt Address Book og Mail
og QuickTime 6
síðan einhver hellingur

hér fyrir þá sem vilja fræðast meira
http://www.apple.com/macosx/

það er reindar hægt að ná í QuickTime 6 núna hér er slóðin
http://www.apple.com/quicktime/download/

jæja þetta ætti að vera nó í bili

Manie