Sniðugur hugbúnaður - Chrome og Vimium
Komið þið sælir, kæru hugarar. 
 
Ég er að hugsa um að leggjast í smá greinaskrif og fjalla um þann hugbúnað sem mér þykir sniðugur og þægilegur. Þetta kemur til vegna tveggja hluta, annars vegar þess að nú er farinn í loftið nýr hugi og því tilvalið að fleiri fari að þessu fordæmi og skrifi pistla um eitthvað sem þeir hafa áhuga á. Hins vegar kemur það til að ég uppfærði nýlega stýrikerfið á tölvunni minni, úr risaeðlunni Mac OS X 10.4 í hið (næstum því) splúnkunýja OS X 10.6 (já, ég veit að það er til nýrra OS X). Aðal atriðið er það að ég er nú kominn með stýrikerfi sem styður nýjustu útgáfur hinna og þessara forrita, svo að ég get farið að nota hugbúnað sem varð til eftir árið 2005 eða svo. 
 
Greinin er því send inn á /apple, þar sem að eitthvað af greinum verða bara um hugbúnað fyrir Mac (sem á augljóslega ekki við um þessa). 
 
Eftirtektarverðasta breytingin í tölvunotkun minni við þessa stýrikerfisbyltingu er sú að Google Chrome er orðinn „minn vafri“. Áður var ég einlægur aðdáandi Firefox og taldi að ekkert gæti eyðilagt ástkært samband mitt við hann. Eftir að ég setti Chrome upp kom í ljós að hann er margfalt hraðari (sérstaklega á þeim ekkert-spes vélbúnaði sem ég er með) og einhvernveginn stílhreinni og með minna vesen. Ég held þó að flestir kannist nógu vel við Chrome, svo að hann þarf kannski ekki mikla kynningu. Ég ætla því aðeins að ræða um mitt uppáhalds extension á Chrome, en það er Vimium. 
 
Hugmyndafræði Vimium er nokkurnvegin sú að maður geti gert allt í Chrome án þess að nota músina, heldur bara með lyklaborðinu. Ég kann vel við þessa hugmyndafræði, enda er flest sem ég geri í tölvu (annað en leikjaspilun) gert með lyklaborði (ég mun kannski skrifa grein um Quicksilver, forrit sem gerir lyklaborðið mun öflugra en ella í stjórnun tölvunnar). 
 
Nafnið Vimium er komið frá ritlinum (text editor-num) Vim, sem ég nota einmitt ekki, þrátt fyrir að hann sé sennilega einn besti ritill sem til er. Þau key binding sem Vimium nota eru mjög skyld þeim sem Vim notar, svo að þetta extension ætti strax að falla vel að höndum þeirra sem kunna vel við sig í Vim. 
 
Helstu „fídusar“ Vimium eru eftirfarandi: 
 
Flakk á sömu síðu:
h (vinstri), j (nidur), k (upp) og l (hægri) fá hlutverk örvatakkanna, svo að maður getur fært sig rólega til um síðuna. 
d (niður) og u (upp) færa notandann hálfa síðu upp/niður. 
gg (efst) og G (neðst) færir notandann efst/neðst á síðuna. 
Einnig er hægt að binda einhverja takka á heila síðu upp/niður, kem að því á eftir. 
 
Flakk milli tabs:
shift+j (vinstri) og shift+k (hægri) færir notanda í næsta tab til hægri/vinstri
g0 (fyrsta) og g$ (síðasta) færir notanda í fyrsta/síðasta tab.
t býr til nýtt tab. 
x lokar tab, X opnar það tab sem þú lokaðir síðast. 
 
Flakk á vefnum: 
shift+H (fram) og shift+L (aftur) færa notanda framm/aftur í history. 
b opnar lítinn glugga þar sem menn geta slegið inn nokkra stafi og þá stingur Vimium upp á bookmark-i sem passar vel við, sem er svo hægt að opna með því að ýta á enter. 
Dæmi: Ég ýti á b, slæ inn "hu" og þá stendur „hugi (http://www.hugi.is/forsida)“, svo ýti ég á enter og hugi.is opnast. 
B gerir nákvæmlega það sama, nema að bookmark-ið opnast í nýju tab. 
 
Nú erum við komin að mínum uppáhalds „fídus“, sem kallast hints. 
Ef notandi ýtir á f birtist lítill kassi með bókstaf/bókstöfum við alla sjáanlega linka. Notandinn slær nú inn það stafa-combo sem er við einhvern link og þá opnast sá linkur. esc tekur mann úr hints-mode. 
F gerir það saman, nema í nýju tab. 

Myndin með greininni í fullri stærð: http://i.imgur.com/0x5GB.png, á henni má einmitt sjá forsíðu huga í hints mode. 
 
 
Nú, þá eru allir helstu „fídusar“ komnir, þeir eru fleiri og um þá má lesa á http://vimium.github.com/, og þar má jafnframt sjá kynningarmyndband um Vimium. Sjálft extension-ið er hægt að sækja í Chrome web store: https://chrome.google.com/webstore/detail/dbepggeogbaibhgnhhndojpepiihcmeb
Alla fídusa er hægt að binda á aðra takka, ef mönnum þykir þetta layout ekki þægilegt. Það er bara gert á einfaldan máta undir stillingum á extension-inu. 
 
Þá held ég að ég sé búinn að segja allt sem segja þarf um Vimium. 
 
Ég hugsa að ég skrifi næst um annað hvort Quicksilver eða TextMate (sem er sá ritill sem ég nota), ef þið hafið brennandi áhuga á öðru hvoru, endilega segið skoðun ykkar. Ef þið notið einhvern sniðugan hugbúnað, endilega joinið mig í greinarskrifum. Einnig, ef þið hafið skoðanir á því hvaða vafra/extensions er þægilegast að nota, segið þá sögu ykkar í svari eða jafnvel nýrri grein. 
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“