fyrir stuttu síðan var tilkynnt á apple heimasíðunni um næsta skrefið í hönnun MacOS-X sem hefur hlotið Codenamið Jaguar.
Í jaguar sem verður líklega nefnt 10.2 eða álíka eru margir nýjur kostir kynntir til dæmis forritið iChat sem ég er nú ekkert sérstaklega spenntur fyrir þar sem það minnir um margt á msn messenger.
Auk þess er komið forritið Address Book sem á að halda utan um alla vini og vandamenn og á eftir að koma að miklu gagni því maður gat lent í vandræðum með að flytja út contacts úr email forritinu í t.d. Encourage auk þess getur address book haft samskipti við tæki sem nota BlueTooth samskiptamátann þannig er hægt að senda SMS úr Address book ef farsíminn er nærri.
Sherlock 3: á núna að geta ásamt mörgu fundið kort af þeim stöðum sem þú ert að leita af, ég gat ekki fundið upplýsingar um það hvort þessi eiginleiki virkar aðeins í bandaríkjunum en mér finnst það mjög líklegt.
Svo fyrir ykkur sem geta ekki andað fyrir ruslpóst er kominn spam filter í Mail sem virkar örðvísi en aðrar spam síjur af því leiti að Mail skilur hvernig sorppóstur er uppbyggður og hvaða póst þú vil ekki fá í þitt pósthólf.
Rendezvous: er húgbúnaður sem á að auðvelda þér að tengjast til dæmis prenturum og finna ýmis konar net. Hann er byggður á <A HREF="http://www.zeroconf.org/“>ZeroConf</A>.
Það er kominn Fast Find í finderinn sem virkar eins og Leitartakkinn í iTunes sem án efa mun gleðja landann þar sem ekki þarf að nota Sherlock til að leita í möppunni sem þú ert í á hverjum tíma heldur bara til stærri leita svosem á hörðum diskum og netinu.
Jaguar þekkir skriftina þína þar sem rithandarþekkir verður inbyggður í kerfið þannig er hægt með réttum vélbúnaði að skrifa beint inní Word í þinni egin rithönd.
——-
En allt þetta hér fyrir ofan er nú lítið annað en upptalning á forritum og smávægilegum viðbótum við kerfið sem einar og sér væru nú ekki merkilegar án þess að það væri búið að endurbæta aðeins undir húddinu a jagúarnum
Quartz Extreme: notar GPU en ekki CPU eins og áður var til að teikna allar þessar skemmtilegu skuggaeffecta og gegnsæju valblöð þannig Örgjöfinn getur unnið við annað á meðan skjákortið sér um allt augnayndið
QuickTime 6 er fyrsta alsherjarlausnin á MPEG-4 staðlinum og býður uppá þjappaðar myndir og annað þvíumlíkt.
Og það er meira..
Finderinn er nú “með spring-loaded folders” til að hjálpa þér að finna þig og er “margþræddur” eða multi-threaded. Þú getur vafrað um windows servera beint úr findernum og tengst Windows VPN þjónum.
Einnig er búið að uppfæra Darwin með <A HREF=”http://gcc.gnu.org/“>GCC 3</A> compiler, <A HREF=”http://www.cups.org/“>CUPS</A> printing, <A HREF=”http://www.pasc.org/“>POSIX</A> Viðbótum og næstu kynslóðar <A HREF=”http://www.ipv6.org/">IPv6</A> Nethöndlun en fyrir þá sem ekki vita er IPv6 næsta skrefið í IP tölu meðhöndlun og kemur í staðin fyrir IPv6 staðalinn IPv6 tala lýtur út svona: 213.157.105.251.192.171 á meðan gömlu IPv4 tölurnar eru styttri: 213.157.105.251